Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Takmörkuð viðvera á skrifstofu

Með Fréttir

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19 mun starfsfólk Skógræktarfélags Íslands vera meira í fjarvinnu á næstunni. Því getur komið upp sú staða að enginn sé á skrifstofu hluta úr degi og því vissara að hringja á undan sér (s. 551-8150). Hægt er að hafa samband við starfsfólk beint í farsíma eða í tölvupósti – símanúmer og netföng má finna hér á heimasíðunni.

Skjótum rótum!

Með Fréttir

Nú fyrir áramótin verða björgunarsveitir um land allt með Rótarskot til sölu. Það er upplagt fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað er af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna síðustu daga fyrir jól

Með Fréttir

Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum. Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum 20.-23. desember kl. 11-16. Sjá einnig: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi alla daga til jóla. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg 20.-22. desember kl. 10-18. Sjá einnig: https://www.skoghf.is

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð 20.-22. desember kl. 12-17. Sjá einnig: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Lækjartorgi 18.-23. desember kl. 16-20. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna helgina 18.-19. desember

Með Fréttir

Það eru mörg skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina. Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/

Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skogak.com/

Skógræktarfélag A-Húnvetninga, í Gunnfríðarstaðaskógi á laugardaginn kl. 11-15.

Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: https://www.facebook.com/snaefokstadir

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í Reykholti á laugardaginn kl. 11-15 og í Grafarkoti, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar, báða dagana kl. 11-6.

Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi alla daga til jóla. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18, til. 19. desember. Sjá einnig: http://skoghf.is/

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá einnig: https://www.facebook.com/SkogMos/

Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, laugardaginn 18. desember kl. 12-15.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/

Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15:30.

Skógræktarfélag Íslands og Samkaup undirrita samstarfssamning

Með Fréttir

Skógræktarfélag Íslands og Samkaup skrifuðu undir samstarfssamning mánudaginn 6. desember. Er hann endurnýjun samnings er undirritaður var árið 2020 og lýtur að verkefninu Opinn skógur. Er markmið samstarfsins að vinna að framgangi skógræktar í landinu og stuðla að umhverfisbótum, hvetja til og stuðla að gróðurvernd og landgræðslu, auka aðgengi að og kynningu á skóglendum og veita fræðslu um skógrækt og mikilvægi hennar. Þessu er náð fram með því að gera skóga aðgengilegri fyrir almenning í gegnum Opinn skógur verkefnið, en undir hatti þess hafa nú þegar sautján skógar verið „opnaðir“ til almennrar útivistar.

Mun Samkaup styrkja viðhald og uppbyggingu núverandi skóga, auk þess sem hugað verður að opnun fleiri skóga.

 

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, glaðbeittir að undirritun lokinni. Mynd: BJ

Jólatrjáasölur skógræktarfélaganna

Með Fréttir

Skógræktarfélög víða um land eru með jólatré til sölu nú í ár, en það er jólahefð hjá mörgum fjölskyldum að sækja sér jólatré í skóginn á aðventunni. Fyrir þá sem hafa minni áhuga á skógargöngunni eru einnig ýmsir aðilar sem selja íslenskt tré.

Nánari upplýsingar um sölurnar má finna hér á vefnum – http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/ – og heimasíðum/Facebook-síðum einstakra skógræktarfélaga.

Íslensk jólatré eru ilmandi fersk, vistvæn í ræktun og með því að kaupa íslenskt jólatré styður þú við skógræktarstarf í landinu, því fyrir hvert selt jólatré er hægt að gróðursetja tugi trjáa. Það þarf því ekki að hafa samviskubit yfir því að fella tréð!

Málþing: Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar

Með Fréttir

Málþing um loftslagskreppuna og framtíðina verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 29. október kl. 13.30–15.30 undir yfirskriftinni: Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur málþingsins sem haldið er á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands, í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature (https://faithfornature.org/)

Dagskrá:
Halldór Reynisson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Þjóðkirkjunni, setur ráðstefnuna og ræðir um Loftlagsmál, börnin og framtíðina

Erindi:
• Halldór Þorgeirsson, fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá‘ía á Íslandi: Trú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
• Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni: Kynning á nýjustu skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar.
• Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild H.Í: Nánar um IPCC skýrsluna: Hörfun jökla og hækkun sjávarstöðu eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Örinnlegg:
• Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.
• Hjördís Jónsdóttir, stofnandi Skógræktarfélagsins Ungviður.
• Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði.
• Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, fulltrúi frá Ungum umhverfissinnum.
• Axel Árnason Njarðvík í umhverfishópi þjóðkirkjunnar.
• Áróra Árnadóttir, nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
• Gunnar Hersveinn, athafnastjóri hjá Siðmennt.

Málþingsstjóri: Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðadeild við Háskóla Íslands.

Málþinginu verður streymt og má finna það á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=aUstYiAHmJg

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins: Kvöldganga

Með Fréttir

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu þriðjudaginn 2. nóvember  kl. 19:30. Safnast verður saman við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Við upphaf göngunnar flytur Magnús Gunnarsson ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur vera með leiðsögn um skóginn. Gert er ráð fyrir að skógargangan taki um eina klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti í húsakynnum Þallar.

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, hvetja sem flesta til að taka þátt í kvöldgöngu um skóginn. Göngufólk er beðið að vera vel útbúið og taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.

Nánari upplýsingar gefur Magnús Gunnarsson í síma 665-8910.