Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur 2019

Með Fréttir

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2019 verður haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september. Skógræktarfélag Kópavogs er gestgjafi fundarins.

Dagskrá fundar verður með hefðbundnu sniði. Fundur hefst með afhendingu fundargagna kl. 9:30 að morgni föstudagsins 30. ágúst og lýkur á hádegi sunnudaginn 1. september. Nánari dagskrá kemur síðar.

Aðalfundur 2018

Með Fréttir, Viðburðir

Aðalfundur 2018 fer fram miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa félagsmenn, 25 ára og eldri, auk eins forráðamanns kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur og gögn skoðuð
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins
f) Lagabreytingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.