Aðalfundur Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli verður haldinn sunnudaginn 3. apríl í fundarherbergi KG fiskverkunar í Rifi kl. 17.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Aðalfundur Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli verður haldinn sunnudaginn 3. apríl í fundarherbergi KG fiskverkunar í Rifi kl. 17.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður þriðjudaginn 29. mars 2022, kl. 20:00 í Guðmundarlundi, Leiðarenda 3 í Kópavogi.
Á dagskrá fundarins er:
Strax að loknum aðalfundi flytja Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdarstjóri og Þröstur Magnússon formaður Skógræktarfélags Kópavogs erindi í máli og myndum sem þeir nefna „Góður grunnur að byggja á til framtíðar“.
Í dag, 21. mars, er Alþjóðlegur dagur skóga. Nú háttar svo til að árið 2022 er Alþjóðlegt ár grunnvísinda fyrir sjálfbæra þróun hjá Sameinuðu þjóðunum og því áhugavert að velta fyrir sér samspili skóga og skógræktar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Auðvitað er það svo að flest okkar mannanna verk hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif þegar kemur að markmiðunum og er skógrækt þar engin undantekning en á Alþjóðlegum degi skóga viljum við vera jákvæð og telja fram allt það góða sem skógar geta lagt til markmiðanna. Töluverð skörun er auðvitað milli mismunandi markmiða, því hinar margvíslegu hliðar skóga geta hjálpað til eða haft áhrif á fleiri en eitt markmið.
Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun
Félagsskírteini skógræktarfélaganna er nú komið á rafrænt form og hægt að geyma í símanum. Ef þú ert félagsmaður í skógræktarfélagi og hefur ekki fengið tölvupóst með tengli til að nálgast það (og finnur slíkan póst ekki í ruslhólfinu) endilega hafðu samband við okkur til að athuga hvort þú sért með virkt netfang skráð hjá okkur. Sama gildir ef þú vilt hafa félagsskírteinið þitt áfram á pappír – láttu okkur vita og við komum því í ferli.
Hafið samband með tölvupósti á rf@skog.is eða hringið í síma 551-8150.
Hægt er að skrá sig í skógræktarfélag hér: https://www.skog.is/skraning-i-felog/
Leiðbeiningar fyrir skírteinin
Tengill fyrir niðurhal er sendur í tölvupósti á uppgefið netfang félagsmanns. Til að geta geymt skírteinið er notað svokallað veski (wallet) í símanum.
Ef fólk er með Apple síma er notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum. Myndavélin á símanum er opnuð og QR-kóðinn í tölvupóstinum skannaður. Ef tölvupóstur er skoðaður í símanum sjálfum er nóg að smella á tengil í póstinum og fylgja leiðbeiningum þar.
Ef fólk er með Android síma þarf að byrja á að hala niður í símann SmartWallet appinu (ef búið er að ná í rafrænt ökuskírteini er það nú þegar í símanum). Síðan er hægt að opna myndavélina inni í appinu (með því að smella á hringhnappinn með + merki) og skanna inn QR-kóðann í tölvupóstinum. Ef tölvupóstur er skoðaður í símanum sjálfum er nóg að smella á tengil í póstinum og fylgja leiðbeiningum þar.
Þetta er einfalt í framkvæmd en ef fólk treystir sér ekki í þetta er hægt að leita til vinar/barns/barnabarns eftir aðstoð við að setja skírteinið upp!
Nánari leiðbeiningar:
Tölvupóstur í síma (Android)
1) Ná í SmartWallet (frá Smart Solutions). Fara í Play Store, hala niður og setja upp.
2) Opna tölvupóstinn sem kom með tenglinum og smella þar á „Smelltu hér til þess að sækja passann þinn“.
3) Í glugga sem þá opnast með sýnishorni passa er netfang sett inn í reit þar undir „Netfang“ og svo smellt á „Búa til passa“.
4) Í næsta glugga sem opnast er smellt á „Niðurhala passa“ og velja þar „Open“ í stiku sem kemur efst.
5) Þá opnast gluggi með passanum og þar þarf að smella á „Add“.
6) Til að skoða skírteinið er svo opnað SmartWallet.
Tölvupóstur í tölvu (Android)
1) Ná í SmartWallet (frá Smart Solutions) í símann. Fara í Play Store, hala niður og setja upp. Athugið að það þarf að leyfa appinu að taka myndir (svo það geti skannað QR-kóða).
2) Opna tölvupóstinn í tölvunni og smella á „Smelltu hér til þess að sækja passann þinn“.
3) Þá opnast gluggi (Sæktu passann þinn núna) og er netfang sett inn í reit þar undir „Netfang“ og svo smellt á „Búa til passa“.
4) Þá opnast gluggi með QR-kóða.
5) Fara í símann og opna SmartWallet, ýta á hnapp til að bæta við (hringur með plús-merki), velja möguleika „Meðan verið er að nota forritið“ og svo bera síma upp að QR-kóða á tölvuskjánum þannig að kóðinn sé í mynd á símanum.
6) Samþykkja að veita aðgang (Leyfa) og þá opnast passinn inni í SmartWallet. Velja þar „Add“ og þá fer passinn í veskið.
7) Til að skoða skírteinið er svo opnað SmartWallet.
Skrifstofa Skógræktarfélags Íslands verður lokuð mánudaginn 24. janúar. Ef þarf að ná í einhverns starfsmanna má finna netföng og símanúmer hér á heimasíðunni.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19 mun starfsfólk Skógræktarfélags Íslands vera meira í fjarvinnu á næstunni. Því getur komið upp sú staða að enginn sé á skrifstofu hluta úr degi og því vissara að hringja á undan sér (s. 551-8150). Hægt er að hafa samband við starfsfólk beint í farsíma eða í tölvupósti – símanúmer og netföng má finna hér á heimasíðunni.
Nú fyrir áramótin verða björgunarsveitir um land allt með Rótarskot til sölu. Það er upplagt fyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað er af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna og skógrækt í landinu.
Takmörkuð viðvera verður á skrifstofu dagana 21. – 23. desember og því vissara að hringja á undan sér (s. 551-8150). Skrifstofan verður svo lokuð milli jóla og nýárs. Ef nauðsynlega þarf að ná í starfsfólk eru farsímanúmer hér á heimasíðunni – https://www.skog.is/starfsfolk-2/.
Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum. Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/
Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum 20.-23. desember kl. 11-16. Sjá einnig: https://www.facebook.com/snaefokstadir
Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi alla daga til jóla. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg 20.-22. desember kl. 10-18. Sjá einnig: https://www.skoghf.is
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð 20.-22. desember kl. 12-17. Sjá einnig: https://www.facebook.com/SkogMos/
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Lækjartorgi 18.-23. desember kl. 16-20. Sjá einnig: http://heidmork.is/
Það eru mörg skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina. Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/
Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá einnig: https://www.skogak.com/
Skógræktarfélag A-Húnvetninga, í Gunnfríðarstaðaskógi á laugardaginn kl. 11-15.
Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: https://www.facebook.com/snaefokstadir
Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í Reykholti á laugardaginn kl. 11-15 og í Grafarkoti, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar, báða dagana kl. 11-6.
Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi alla daga til jóla. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18, til. 19. desember. Sjá einnig: http://skoghf.is/
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá einnig: https://www.facebook.com/SkogMos/
Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, laugardaginn 18. desember kl. 12-15.
Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Sjá einnig: http://heidmork.is/
Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15:30.
Nýlegar athugasemdir