Aðalfundur Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl. 20. Fundurinn verður haldinn á kaffistofu KG fiskverkunar, Rifi.
Skógræktarfélag Íslands og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins boða til fræðslu og kynningarfundar í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19 í Reykjavík föstudaginn 3. mars næst komandi kl. 13 – 17.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá
13:00–13:05 | Setning fundarins Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands |
13:05–13:30 | Græni stígurinn – saga, staða Þráinn Hauksson landslagsarkitekt |
13:30–13:50 | Lengri ferðaleiðir í svæðisskipulagi Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins |
13:50–14:10 | Uppbygging stíga á höfuðborgarsvæðinu Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur, Vegagerðinni |
14:10–14:30 | Mikilvægi Græna stígsins Albert Skarphéðinsson, umferðarverkfræðingur |
14:30–14:50 | Lýðheilsa og Græni stígurinn Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsufræðingur |
14:50–15:20 | Græni stígurinn frá sjónarhóli skógræktarfélaga Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur |
15:20–15:30 | Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra |
15:30–16:00 | Kaffihlé |
16:00–17:00 | Pallborðsumræður Fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt fyrirlesurum
|
Skráning á fundinn er á netfangið skraning@skog.is og er skráningarfrestur til 1. mars. Taka þarf fram hvort mætt verði á staðinn eða fylgst með í streymi. Sendur verður hlekkur fyrir streymið þegar nær dregur fundinum.
Föstudaginn 3. febrúar er Safnanótt. Þá býðst gestum og gangandi að koma í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18-19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra.
Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verða á staðnum til að kenna handtökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst.
Gefðu gömlu klippunum þínum nýtt líf með því að mæta með þær í garðskála Grasagarðsins á Safnanótt.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
Garðyrkjuskólinn stendur fyrir námskeiðum í trjáfellingum og grisjun með keðjusög og er það öllum opið. Það hentar bæði byrjendum og þeim sama hafa notað keðjusagir, en vilja bæta við þekkingu sína á meðferð og umhirðu saga.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi dagana 24.-26 janúar og á Tálknafirði 17.-19. febrúar.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans – https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid
Eins og undanfarin ár verða björgunarsveitir um land allt með Rótarskot til sölu nú fyrir áramótin. Rótarskot er upplagt fyrir alla sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda, en hvert slíkt skot gefur af sér tré sem plantað verður af sjálfboðaliðum björgunarsveita og skógræktarfélaga. Með kaupum á Rótarskoti styður þú starf björgunarsveitanna, sem mikið hefur mætt á nú í desember, og skógrækt í landinu.
Rótarskot má kaupa á flugeldamörkuðum björgunarsveita um land allt og á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/vorur/rotarskot
Skógræktarfélag Íslands, landssamband skógræktarfélaganna, óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Við þökkum stuðninginn á liðnu ári og sjáumst hress í skóginum árið 2023!
Vantar þig jólagjöf handa þeim sem „á allt“? Þá gæti Rótarskot verið málið. Með því að kaupa Rótarskot styður þú íslenska skógrækt og mikilvægt starf björgunarsveitanna. Fyrir hvert selt Rótarskot gróðursetja sjálfboðaliðar vítt og breitt um landið tré. Rótarskot má kaupa á heimasíðu Landsbjargar: https://www.landsbjorg.is/verslun/vorur/rotarskot
Annað tölublað Skógræktarritsins er nú komið út og í dreifingu til áskrifenda. Ritið er eina tímaritið á Íslandi sérstaklega tileinkað skógrækt og því aðal vettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu hliðum skógræktar. Efni Skógræktarritsins er því mjög fjölbreytt.
Að þessu sinni má finna í ritinu umfjöllun um Tré ársins 2022, sem er fyrsta tréð í langan tíma til að ná 30 m hæð hér landi, um skjólbelti og áhrif þeirra á nærviðri og plöntuvöx, um skógrækt á „vonlausum“ svæðum, um lagaumhverfi skógræktar hvað lausagöngu búfjár varðar, um skógræktarferð til Marokkó, um aðalfund Skógræktarfélags Íslands og hugvekju um samspil trjágróðurs og mannfólks, auk yfirlits yfir helstu tölur skógræktar ársins 2021 og minningagreinar.
Frekari upplýsingar um ritið má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: http://www.skog.is/skograektarritid/
Það er enn hægt að nálgast falleg jólatré hjá nokkrum skógræktarfélögum.
Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum 19.-23. desember kl. 11-16. Sjá: https://www.facebook.com/snaefokstadir
Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg til 23. desember kl. 10-18. Sjá: https://www.skoghf.is
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð 19.-23. desember kl. 12-17. Sjá: https://www.facebook.com/SkogMos/
Skógræktarfélag Reykjavíkur á Lækjartorgi 19.-22. desember kl. 16-20. Sjá: https://www.heidmork.is
Nánari upplýsingar einnig á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/
Það eru þó nokkur skógræktarfélög sem verða með jólatré til sölu nú um helgina. Með því að kaupa af skógræktarfélögunum styrkir þú útivistarskóga félaganna!
Skógræktarfélag Akraness, í Slögu á sunnudaginn kl. 12-15. Sjá : https://www.skogak.com/
Skógræktarfélag A-Húnvetninga, í Gunnfríðarstaðaskógi á laugardaginn kl. 11-15.
Skógræktarfélag Árnesinga, á Snæfoksstöðum báða dagana kl. 11-16. Sjá : https://www.facebook.com/snaefokstadir
Skógræktarfélag Borgarfjarðar, í Reykholti á laugardaginn kl. 11-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograektarfelagborgarfjardar
Skógræktarfélag Eyfirðinga, í Laugalandsskógi báða dagana kl. 11-15. Einnig jólatrjáasala í Kjarnaskógi til 23. desember. Sjá nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
Skógræktarfélag Garðabæjar, í Smalaholti á laugardaginn kl. 11:30-15:30. Sjá: https://www.skoggb.is/
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, í Þöll við Kaldárselsveg, alla daga kl. 10-18, til 23. desember. Sjá nánar: http://skoghf.is/
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð báða dagana kl. 10-16. Einnig opið virka daga til jóla. Sjá nánar: https://www.facebook.com/SkogMos/
Skógræktarfélagið Mörk, í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, á laugardaginn kl. 12-15.
Skógræktarfélag Rangæinga, í Bolholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15. Sjá: https://www.facebook.com/skograektarfelagrangaeinga
Skógræktarfélag Reykjavíkur, á Jólamarkaði í Heiðmörk báða dagana kl. 12-17 og í Jólaskóginum á Hólmsheiði báða dagana kl. 11-16. Jólatrjáasala á Lækjartorgi báða dagana kl. 14-18. Sjá naánar: http://heidmork.is/
Skógræktarfélag Skilmannahrepps, í Álfholtsskógi á laugardaginn kl. 12-15:30.
Skógræktarfélag Stykkishólms, í Grensás á laugardaginn kl. 11:30-14. Sjá: https://www.facebook.com/skograekt.stykkis
Nánari upplýsingar á http://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/
Nýlegar athugasemdir